ÞJÓNUSTA
FAGLEG VERKEFNASTJÓRNUN
Betri stjórn á kostnaði, tíma og gæðum
Sérhæfing í flóknum og stórum verkefnum í upplýsingatækni.
Áhersla á skýrar væntingar og hlutverk, stíft eftirlit með kostnaði og tíma, stjórnun áhættu og góð samskipti.
Verkefnastjórnun vottuð af alþjóðasamtökum verkefnastjóra.
RÁÐGJÖF Í VERKEFNASTJÓRNUN
Úttekt, tillögur og umbætur
Úttekt á stöðu verkefna sem ganga ekki nægilega vel, tillögur að breytingum og inngrip eftir þörfum.
Úttekt á stöðu verkefnastýringar og ráðgjöf við framþróun ferla, sniðmáta og þekkingar.
FORGANGSRÖÐUN VERKEFNA
Verkefnalisti sem styður stefnu fyrirtækis
Uppstilling á forgangsröðuðum verkefnalista þannig að fjármunir og verkefni styðji sem best við stefnu fyrirtækja. Hönnun og innleiðing á stýriferlum og einkunnagjöf verkefna.
VIÐSKIPTAVINIR

SÍMINN HF.
Núverandi
Verkefnastjórnun fyrir tæknilegar og viðskiptalegar breytingar á mikilvægri þjónustu Símans, ásamt innleiðingu á þessum breytingum í nýrri högun fyrir pantanir og vörur.

STJÓRNARRÁÐIÐ
Núverandi
Ráðgjöf og verkefnastjórnun fyrir útboð, val og innleiðingu á nýju upplýsinga- og skjalakerfi fyrir öll ráðuneytin og áhugasamar stofnanir. Kerfið verður hjartað í mörgum mikilvægustu ferlum ráðuneytanna og mun einnig styðja við betri þjónustu fyrir landsmenn.

STRÆTÓ BS.
Núverandi
Verkefnastjórnun fyrir innleiðingu nýrri greiðslulausn (Klapp) sem kemur í staðinn fyrir núverandi greiðsluleiðir. Verkefnið innifelur m.a. nýtt greiðsluapp og rafrænt greiðslukerfi í anda Oyster card . Í seinni fasa verkefnisins verður einnig hægt að greiða snertilaust með greiðslukortum og símum.

REYKJAVÍKURBORG
Vetur 2020
Úttekt og ráðgjöf um endurskipulagningu á innleiðingu á nýju upplýsinga- og skjalakerfi Reykjavíkurborgar

VALKA EHF.
Vor 2020
Ráðgjöf í verkefnastjórnun varðandi innleiðingu á nýju framleiðslukerfi.
UM MIG

AÐALBJÖRN ÞÓRÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og reyndur verkefnastjóri
Aðalbjörn hefur 20 ára reynslu í verkefnastjórnun og stjórnun í upplýsingatækni. Hann sérhæfir sig í að leiða stór og flókin verkefni og hefur reynslu af eftirfarandi:
Innleiðing tölvukerfa
Hugbúnaðarþróun & samþætting
Tölvurekstur
Ferlar og breytingastjórnun
Hagræðing og umbætur
Tæknileg sameining fyrirtækja
Aðalbjörn hefur alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun (IPMA Level B: Certified Senior Project Manager)
HAFÐU SAMBAND
8442876